Gasið

Jæja, bara áframhaldandi glimrandi veður í dag.

Fór til AGA með gamla járnkútinn og fékk plastkút í staðinn. Þeir eru þeirrar náttúru gæddir að hægt er að sjá gasið í þeim og meta þar af leiðandi hvenær þarf að skipta. Þeir eru svo á vaktinni með heimsendingarþjónustu alla daga (líka helgar) á milli 10-22 þannig að ef að gasið klárast í miðju grillpartýi um helgi þá er það bara eitt símtal til að redda því. Mér finnst þetta bara svo frábær þjónusta að ég bara verð að segja frá.

Nýi markmaðurinn hjá Mancester United er með Tourette. Ágætis viðtal við hann og grein hérna.

Ekki var fyrr búið að birta frétt um nýjar og erfiðari boðleiðir til Bush (þar sem maður þarf til dæmis að tiltaka í erindi hvort maður sé sammála honum eða andsnúinn, enginn millivegur þar) fyrr en allir flykktust að athuga þetta og gerðu illt verra.

Meira frá Ameríkunni, þar er nú lítið flugfélag að setja upp þvílíkt myndavélakerfi sem fylgist með öllu sem gerist um borð í flugvélinni (nema á salernum). Upptökur verða svo hugsanlega geymdar í 10 ár!

Maðurinn sem fyrstur skráði Sex.com og barðist seinna hatrammri baráttu fyrir dómstólum til að fá það frá ræningja er nú að vandræðast við að láta það skila hagnaði. Hann hefur víst ekki reynst besti stjórnandinn sem völ er á.

Hinum megin við hafið tekst að minnsta kosti einum manni að hafa lifibrauð af því að blogga.

Í Frakklandi hafa svo nýnasistar og öfgasinnaðir gyðingar gert hið ótrúlega og sameinast í hatri sínu á múslimum.

Comments are closed.