Bullandi brakandi sól

Svei mér þá ef að ég er ekki að taka (rauðan) lit á handleggjunum eftir daginn í dag. Þvílík sól, þvílíkur hiti. Rétt rúmlega 20°C hiti og ég var ekki að þola við. Þvílíkt handónýtur sem ég verð í steikjandi sól og hita.

Doug Marlette sýnir íhaldssama postulann Ann Coulter í réttu ljósi!

Í Bandaríkjunum er nú lagafrumvarp í gangi sem bannar skattheimtu af netnotkun. Þetta er hið besta mál enda er nauðsynlegt að netaðgangur sé sem víðast og sem ódýrastur. Netið getur skapað stéttaskiptingu mjög auðveldlega.

Nú er búið að kljúfa Mozilla út úr AOL-skrímslinu og stofna sér félagsskap um það. Menn þar eru bjartsýnir og vilja bola IE burtu í krafti þess að vera með betri vafra. Sjálfur nota ég Mozilla bæði fyrir vefráp og sem póstforrit og vona það besta en býst ekki við miklu.

Smá fróðleikur fyrir tæknifólkið, hvernig búa skal til tölur af handahófi.

Innan áratugs ætti blint fólk að geta fengið einhverja sjón með hjálp rafeindaaugna.

Comments are closed.