Í dag er ég búinn að vera að skoða fartölvur fyrir vinnuna. Eftir að mín gaf upp öndina þá var þetta pínulítið freistandi að sjá það sem er í boði en það eru víst nokkrir mánuðir (ár!) þangað til maður hefur efni á nýrri. Tek á morgun ákvörðun um hvaða vél verður fyrir valinu, verður mikið notuð á flakki vélin og því batterílíf og hnjaskþol ofarlega á kröfulista.
Eftir kvöldmat skellti ég mér í 104 hverfið og hjálpaði þar til við að flytja dótið þeirra pabba og Daða sem voru að fá afhenta nýju íbúðina. Mjög skemmtileg íbúð, mikið geymslupláss, fínn bílskur með sérsalerni og stór garður (sem er tvíeggjað sverð þegar kemur að garðslætti).
Hrafnkell leyfði mér að prufa Movable Type kerfið í kvöld. Mjög áhugavert og má kannski slípa til að þörfum notenda.
Talandi um betra.is, þá er ég nú að leita að aðila sem vill leyfa mér að stinga vef/póstþjóninum í netsamband einhver staðar gegn örfáum þúsundköllum á mánuði. Gengur treglega að fá svör frá venjulegum hýsingarfyrirtækjum, ekkert borist enn. Sem stendur er þetta nefnilega í sambandi hjá mínum fyrrverandi vinnuveitanda og óþarfi að níðast mikið lengur á honum.
Pólitískur tengill dagsins: Why the CEO in Chief Needs an Audit