Já margt skrítið og sniðugt er að gerast í tæknimálum. Ekki er ýkja langt í það að maður geti orðið ósýnilegur eða svífi um á jónaskýi.
Enn nær okkur í tíma eru hins vegar góðar fréttir fyrir tölvunotendur. Vinnsluminni í tölvur sem gleymir engu þó slökkt sé á henni. Þetta þýðir að áhyggjulaust getur maður slökkt á tölvunni, ekki þarf að bíða eftir “shutting down” og þegar kveikt er á henni er það sekúndubrot sem tekur að kveikja á henni. Gæti sparað rafmagn og bjargað geðheilsu margra.
Í Bandaríkjunum er til fámennur hópur skrifstofumanna sem gerir sitt besta til að lifa James Bond lífi á Austin Powers fjárráðum. Þetta eru menn sem eiga kost á frjálsu hoppfargjaldi með vinnuveitanda sínum og nota það til að eiga stúlku í hverri… flugstöð?