Harry Potter

Hóf í dag lestur á fimmtu bókinni um Harry Potter, Sigurrós kláraði hana í nótt og á eftir mér er biðlisti eftir bókinni.

Dapurleg tíðindi af Dússí sem ég hef hitt nokkrum sinnum. Hún og maðurinn hennar heitin sigldu um höfin í skútu fyrir þó nokkru, ekki allir sem láta svona drauma rætast. Reyndar þurftu þau að grípa til eigin skurðaðgerða úti á rúmsjó en svona hörkufólk lét sig hafa það. Kjarnakona.

Ég get þó verið ánægður með gjöfina sem konan mín fékk, hún er að gera góða hluti (konan sem og bókin).

Comments are closed.