Jurtaslátrun og barnsfæðing

Hmmm.. ekki voðalega lekkert svona saman sem fyrirsögn.

Í dag gaf ég mér loksins tíma til að stökkva á garðinn með sláttuvél og tæta niður frumskóginn sem er búinn að safnast saman á um 15 dögum, sprettur eins og illgresi blessað grasið.

Fékk jafnframt að frétta það að í kjallaranum hefur bæst við strákur, þegar nefndur og heitir Ingvar Atli og fengu nágrannarnir heillaóskir í tilefni þess. Nú þarf greyið að fá passa til Bandaríkjanna fyrir veturinn.

Comments are closed.