Rétt um mánuður í kosningar og þeir sem verða ekki á landinu þegar þær fara fram ættu að fara að drífa sig að kjósa í utankjörfundaratkvæðagreiðslu (er ekki til þjálla orð?). Kosningaloforð og stefna flokkanna er mismunandi og oft óljós. Nú er loksins hægt að finna könnun þar sem þú getur séð hvernig skoðanir þínar samræmast helstu stefnumálum flokkanna.
Ég birti hér niðurstöðuna mína, tók skjáskot og færði hausinn til svo þetta kæmi skemmtilegar út.
Tékkaðu á þinni skoðun á Afstaða.net, þetta er auðvitað óvísindalegt en bendir þér kannski á hvaða kosti þú ættir að kynna þér betur.