Í gær bárust fréttir af nokkurs konar andláti Oz sem er nú haldið á lífi af viðskiptabönkum sínum. Fyrirtækið hefur aldrei skilað hagnaði, stofnendur þess segja að þeir hafi verið á undan sinni samtíð og margt sem er að koma fram í farsímakerfum í dag sé árangur starfs þeirra. Mér fannst reyndar alltaf voðalega undarlegt hvað það kom lítið úr þessu fyrirtæki sem virtist hafa úrvals tæknifólk, skildi aldrei lætin í kringum hvað það væri æðislegt þegar það hafði aldrei neitt sem það gat selt.
Í sögu dot-com æðisins verður Oz kannski minnst fyrir einhver frumkvöðlaskref í farsímaheiminum, það eru mörg önnur fyrirtæki sem hafa floppað mun verr.
- Áhugavert:
- Why does everybody love “Raymond”?