Lax efans

Skólastúss í dag, nóg að gera.

Í kvöld tók ég mér smá frí frá náminu og las meirihluta bókarinnar sem ég keypti fyrir mig fyrir hönd Sigurrósar á Valentínusardag. Af Sigurrós er það annars að frétta að samnemendur hennar heiðruðu hana sérstaklega á árshátíðinni í gær, í fyrsta sinn sem nemendur KHÍ gefa einum úr sínum röðum heiðursverðlaun. Ég skil ekki af hverju það var bara ekki búið að heiðra ástina mína fyrr! :p

Bókin heitir hins vegar The Salmon of Doubt og er safn greina og ókláraðra kafla sem búið er að púsla saman, þetta er sumsé hluti af þeim ritsmíðum sem snillingurinn Douglas Adams skildi eftir sig en hann varð bráðkvaddur í líkamsrækt rétt tæplega fimmtugur að aldri. Magnaður maður með áhugaverða sýn á lífið og tilveruna.

Comments are closed.