Ritskoðanir á netinu

Yfirvöld í Pennsylvaníu hafa fyrirskipað netþjónustuaðilum að loka á aðgang að klámvefum þar sem þeir brjóti í bága við lög ríkisins.

Þetta er þó flóknara en menn myndu halda. Aðeins er hægt að loka á vefina með því að banna IP-tölurnar sem vefirnir keyra á. Hins vegar geta margir vefir (metið er 970.000 vefir!) verið á sömu IP-tölunni, sem dæmi má nefna að það eru einir 20 vefir á þessum vefþjóni, allir á sömu IP-tölu.

Því er viðbúið að það séu ekki bara klámvefirnir sem er lokað á heldur líka fjöldinn allur af ósköp sakleysum vefum sem eru bara á vitlausum stað á vitlausum tíma.

Samtök sem berjast fyrir ritfrelsi fara nú fremst allra í að reyna að fá þessu hnekkt enda stóralvarlegt mál. Pennsylvaníubúar eru nú komnir á sama stað og Kínverjar en stjórnvöld þar í landi loka á flest allar fréttasíður erlendra fjölmiðla auk kláms. Stigsmunur en ekki eðlismunur þarna í gangi.

Comments are closed.