Það var pólitíkin

Amma bauð okkur feðgunum í lambalæri í kvöld. Sjaldan sem að við hittumst allir fimm (Sigurrós mætti auðvitað sem eini makinn og maturinn var prýðisgóður).

Kannski við förum að hafa fisk tvisvar í mánuði eða svo fyrst að hann virkar svona vel. Síðast þegar við keyptum fiskrétt var hann fullur af beinum og það pirrar mann óstjórnlega að þurfa að tyggja hvern einasta bita hægt og vandlega til að maður sé öruggur um að drepa sig ekki á matnum.

Óvenju góður pistill frá Pawel Bartoszek.

Það er víst svo að stjórnmálamenn gala það sem fólk vill heyra, Herman gerir þessu góð skil í dag.

Þessi frétt veltir upp enn einni hliðinni á friðhelgi einkalífs nú þegar að allar mögulegar upplýsingar er að finna á netinu. Undarleg grein um þetta sama málefni í Morgunblaðinu í dag þar sem að frekar súr útgáfa af framtíðinni er kynnt, ég tel höfund greinarinnar vera að rugla en það er annað mál.

Stórtíðindi í íslenskri pólitík í dag þegar Ingibjörg Sólrún tilkynnti afsögn sína. Sjónvarpsfréttamönnum er reyndar fyrirmunað að greina frá þessu á viðunandi hátt, þeir fóru yfir atburði dagsins með því að tafsa ofan í myndir þar sem að menn og konur gengu inn í Ráðhúsið og fóru í lyftur, ótrúlega fræðandi og spennandi fréttamennska það. Amatörar amatörar amatörar!

Ingibjörg Sólrún að hætta sem borgarstjóri, enn og aftur er það hún sem stendur uppi sterk, þetta var hennar tillaga og hennar ákvörðun og bæði gekk eftir. Alvöru leiðtogar vinna sigra jafnvel þegar að þeir virðast vera í ómögulegri stöðu. Held ég að mennirnir í hvíta kassanum séu nú orðnir uggandi, hvað þá nátttröllið Halldór Ásgrímsson sem að á það fyllilega skilið að hverfa af þingi.

Comments are closed.