Las í gærkveldi aðra bókina um Artemis Fowl á ensku. Betra flæði en í fyrri bókinni, ekki eins smábarnaleg framvinda í sögunni. Umhverfisboðskapur kemur talsvert við sögu, ágætis lesning fyrir unga og aldna. Hef reyndar ekki lagt í það að reyna að ráða dulmálið sem er neðst á hverri blaðsíðu, þar er víst að finna einhver skilaboð frá álfunum til okkur mannanna.
Það er sorglegt að einmitt þegar að við höfum ótal leiðir til að hafa samband við hvort annað þá nýtum við það eiginlega ekkert. Fólk sem manni líkar virkilega vel við heyrir ekkert frá manni svo mánuðum skiptir af því að enginn gefur sér nokkrar mínútur til þess að slá á þráðinn, hvað þá að líta við í heimsókn. Það er ekki nema fyrir algjöra slysni stundum að samskiptin komast aftur á! Sorglegt 🙁
Væri efni í nýársheit ef ég vissi ekki að þau væru til þess að brjóta þau.
Þetta kemur heldur seint varðandi jólagjafirnar en hér er að finna ágætis leiðbeiningar fyrir karlmenn sem eru að vandræðast í því að finna sniðug undirföt fyrir konuna. Ætli afmælin þeirra séu ekki næsta tækifæri?