Hlutabréfamarkaðurinn

Nei, fjarri því að ég spili þar. Ég á reyndar eitt hlutabréf í Búnaðarbankanum eins og tugþúsundir annara Íslendinga.

Jólaverkefnið hófst af fulllum krafti hjá okkur í dag, fundað stíft og allt komið í fullt swing. Það er eins gott því að á mánudag skilum við verkskýrslu og á miðvikudag hönnunarskýrslu. Allir klasar, eigindi, servlet, jsp-síður, javabaunir og hvað þetta er allt á þá að liggja fyrir í smáatriðum.

Það verður lítið um fjör á þessum bæ fyrr en í lokaþriðjungi desembermánaðar.

Talandi um gerð tölvuforrita… hvaða argandi snillingur bjó til þjóðskrána og takmarkaði nafnalengd við 31 staf? Hvaða argandi yfirmaður reynir svo ekki að koma þjóðskránni í nútímalegt horf þannig að hún þjóni þegnunum en standi ekki í stappi við þá? Fréttablaðið greindi líka frá því að póstur á dánarbú fer allur á síðasta skráða heimilisfang hins látna. Oftast eru heimilin seld en pósturinn fer samt sem áður þangað. Mikið af mikilvægum pappírum sem hafa glatast vegna þessa.

Ég held að málið með opinberar stofnanir og það að þær séu verri en einkafyrirtæki sé ekki að ríkið geti eðli málsins ekki verið góður vinnuveitandi. Það eru bara ekki ráðnir hæfustu stjórnendurnir og æviráðningar gera alla sljóa og metnaðarlitla. Það vantar fleiri metnaðarfulla stjórnendur í anda Páls Gunnars Pálssonar forstjóra FME. Það má leysa örugglega flest vandamálin með smá lagfæringum á verkferlum og öðru frekar en að einkavæða. Stjórnendur opinberra fyrirtækja bera ábyrgð gagnvart skattgreiðendum en stjórnendur einkafyrirtækja bera ábyrgð aðeins gagnvart hluthöfum, ég veit hvorn aðilann ég vil frekar hafa þegar um er að ræða svona sértæka upplýsingaþjónustu sem ætti ekki að skila arði.

Ofangreint er skoðun mín og ekki rökstutt með dæmum, tilvísunum eða rannsóknum. Tíma til þess að rannsaka málin ofan í kjölinn er ekki að finna hjá mér á þessum áratug held ég…

Comments are closed.