Mannslífið er lítils virði

Fyrst hversdagsmálin: ég er nú kominn á naglana enda hálka og snjór úti. Veturinn er kominn. Núna heimsmálin…

Mikið er það nú gott fyrir sálarheill norrænna ráðamanna að þeir skilji þá ákvörðun rússneskra stjórnvalda að gerast fjöldamorðingjar með gasárásum. Til að bíta höfuðið af skömminni hafa rússnesk yfirvöld ekki enn látið uppi hvert gasið var og það hefur kostað enn fleiri líf rússneskra og erlendra borgara. Þá ákvörðun er aðeins hægt að útskýra með mannvonsku, eru þeir að forðast það að gefa þær upplýsingar upp svo að næstu hryðjuverkamenn geti ekki haft réttu tegundina af gasgrímum? Er það virði lífa tuga borgara? Greinilega, og með því hafa norrænir ráðamenn mikla samúð.

Sníkjudýrið Blair áttar sig ekki á þessu enda ekki hans börn eða ættingjar sem var fórnað í þessari vitleysu Rússa.

Einföld upplýsingagjöf hefði lágmarkað harmleikinn enn frekar en það er of flókið fyrir Pútín og félaga. Danir fá plús fyrir að leyfa þingi Tjétjéna að halda sínu striki, restin af ESB virðist hins vegar vera að reyna að friðþægja rússnesku vitleysingana. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða er aðeins boðlegur þegar Könum og Rússum þóknast svo… það vita Kúrdar, Tjétjénar og fleiri allt of vel.

Skítur flýtur og það má sjá á talsverðum fjölda ríkisstjórna og ráðamanna. Fyrir þeim er fólk tölfræði, fátt er verra en að vera þegn í svoleiðis ríki.

Comments are closed.