Rússarnir koma!

Sem mikill áhugamaður um tungumálanám þá verð ég að segja að þessi síða er algjör snilld. Þarna má læra spænskt orð dagsins með aðstoð Flash, útfært á spaugilegan hátt.

Rússar voru fyndnir í bíómyndinni sem ég horfði oft á forðum daga. Við áttum hana á myndbandi og ófáum sinnum var horft á hana (sem og hin 150 myndböndin sem við áttum, allt flokkað og númerað, nú allt horfið).

Rússar eru ekki lengur fyndnir bara sorglegir.

Rússar hafa nú loksins viðurkennt hvaða gas það var sem þeir notuðu, ef greint hefði verið strax frá því hefði mátt bjarga mörgum mannslífum. Skrifræði og hroki embættismanna lætur ekki að sér hæða þó að líf liggi við.

Meira af speki Rússa, nú eru þeir að fara að lækka giftingaraldur niður í 14 ár (úr 16), á sama tíma eru þeir að fara að hækka aldursmörkin fyrir kynmök upp í 16 ár (úr 14). 14 ára grislingar munu því líklega geta gift sig en ekki stundað kynlíf fyrstu tvö árin. Snillingar.

Gaman að sjá hvað Donald Rumsfeld leikur sér í dótakassanum sínum. Núna má bara forsetinn vera “Commander in chief”, allir þeir níu sem hafa borið þann titil hingað til verða að vera Commander yfir einhverju öðru. Nú vantar bara einhverja úr Löggulífi til að koma með hugmyndir að nýjum búningum fyrir herinn svo hann verði flottur, hvar sem er í veröldinni sem að Rumsfeld vill leika sér.

Comments are closed.