Bend It Like Beckham

Fórum í dag í bíó, nokkuð sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð, nánar tiltekið fórum við síðast á Austin Powers:Goldmember þann 31. ágúst. Guðbjörg dvelur hjá okkur núna í nokkra daga (fyrsti næturgesturinn okkar) og kom auðvitað með.

Fyrir valinu varð Bend it Like Beckham. Stórfín mynd með fótbolta, kvenfólki, ástarsögu, afbrýðissemi og meiri fótbolta. Svo ég verði nú alvarlegri þá var þetta reyndar mjög góð mynd með góðum söguþræði og varpaði smá ljósi á indverska menningu í Bretlandi sem og kvennafótbolta (sem er á uppleið um allan heim) og gerði góðlátlegt grín að ýmsum fordómum.

Var að fara í gegnum skúffur og kassa hjá mér og fann þessa snilldarmynd sem var myndskreyting við grein um aðalþingmenn verkamannaflokksins, greinin birtist í The Independent 13. desember 1992. Þar var Tony Blair (lengst til vinstri á myndinni) sagður of veiklyndur og of mikill lögfræðingur, um viðureignir hans og Kenneth Clarke var sagt að það væri “a bit like Bambi versus Vlad the Impaler”, Blair sem Bambi þá. Lengst til hægri á myndinni er þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, John Smith, sem lést úr hjartaáfalli minnir mig.

Comments are closed.