Rugludallarnir

Stundum hlægilegir pistlar sem birtast á Deiglunni, í dag birtist einn slíkur þar sem Tony Blair er settur í guða tölu (enda hipp gæi svo ég noti orð höfundar) og mælt með því að hann hreinsi til í flokknum sínum. Hvernig sú hreinsun á að fara fram veit ég ekki, það er greinilega ekki til siðs að flokksmenn hafi mismunandi skoðanir. Það á kannski að hrekja menn úr flokknum eins og Ólafur F. Magnússon var hrakinn úr Sjálfstæðisflokknum eða á að hreinsa með svipuðum hætti og Stalín gerði? SUS-konunni Soffíu (sem ritar pistilinn) finnst það greinilega eina vitið að hreinsa út svona óaldarlýð sem að segir ekki guð og amen við öllu sem leiðtoginn segir. Blair er annars einna lægst skrifaði stjórnmálaleiðtoginn í Evrópu hjá mér, froðufyllt plastdúkka með niðurstöður skoðanakannanna í annari hendinni og sleikjó frá Bush í hinni.

Spurning hvernig lofræðan um Bush verður. Textavarpið var að greina frá því að Richard Perle, ráðgjafi í bandaríska varnarmálaráðuneytinu segi í samtali við þýska blaðið Handelsblatt að eina leiðin til að samskipti Bandaríkjanna og Þýskalands lagist er að Schröder segi af sér. Svona lagað fær mann til að vilja ganga inn í Hvíta Húsið og rassskella þessi litlu börn sem geta ekki unnt öðrum það að hafa öðruvísi skoðanir en þeir. Schröder er nýkjörinn leiðtogi lands síns, og að ætlast til þess að hann segi af sér (sömu orð og notuð eru um Saddam) til að Bandaríkin hætti að vera í fýlu er svo fáránlegt að ég get ekki sett það í orð.

Verst að ekki er hægt að fara fram í tímann og sjá hvar á skalanum Bandaríki nútímans eru á illveldaskala komandi sagnfræðinga. Hika ekki við að hóta hverjum sem er öllu illu fyrir engar sakir og víla lítið fyrir sér að steypa réttkjörnum stjórnum af stóli til að sinna eigin ímyndunarveiki.

Lotus Notes 6 kom út í dag, lítur nokkuð vel út. Allt á réttri leið.

Áhugavert:

  • Canadian Man Tries to Bungee on to Ship – Misses
  • Three Die in Cambodian Cult Suicide Bid
  • Twin Towers Cake Pulled from Australian Show-Report
  • Peru Finds 200 Fishermen Sacrificed to Sea God
  • Canadian Man Tries to Bungee on to Ship – Misses
  • Comments are closed.