Í kvöld héldum við sjöunda Counter-Strike lanið okkar í vinnunni. Segja má að þetta hafi verið fjölskyldulanið, ég mætti með litla bróður, einn með tvo syni sína, annar með stjúpson og sá þriðji með ungan mág.
Þetta var fjölmennasta LANið hingað til, 23 samtals. Í ljós kom að þó nokkur borð sem við ætluðum að spila réðu ekki við þetta marga, sum tóku ekki fleiri en 18 og önnur aðeins 20. Því þurftu nokkur góð borð að bíða betri tíma.
Mér gekk þokkalega, saltaði einstaka borð og svo með þeim neðstu í öðrum. Var mjög duglegur að reyna að jafna liðin, þegar staðan var 5-0 var augljóst að tapliðið átti lítillar viðreisnar von þannig að reynt var að fá menn til að hrókera sér. Einstaka menn áttu reyndar mjög erfitt með það að skipta, fannst þeim ganga svo vel og voru að hugsa um tölfræðina sína. Þeir verða rassskelltir ef þeir fara ekki að hegða sér íþróttamannslega.
Áhugavert: