Lærdómur og AP:Goldmember

Vöknuðum af sjálfsdáðum rúmlega átta í morgun, búin að ná okkur eftir svefnruglið sem að flugið frá Portúgal olli.

Kláraði í dag að setja á stafrænt form ferðasöguna frá Portúgal, hún er auðvitað í rúmlega sjö hlutum, enda sjö daga ferð plús heimkoma. Hægt á að vera að hafa gaman af sumu sem þar er að finna, og kannski gagn ef leiðin liggur til Algarve.

Rétt fyrir hádegi var svo fundur á Messenger þar sem að verkefnishópurinn í fyrsta skilaverkefninu kom saman. Skólinn byrjar með látum og strax í fyrstu viku búið að setja fyrir skilaverkefni í báðum fögunum sem að ég er í á þessari önn. Mig vantar enn bækurnar þar sem bóksalan er lokuð um helgar, fyrir mánudaginn á að lesa 200 blaðsíður, plús þær 100 eða svo sem átti að lesa í fyrr í vikunni.

Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestrana í fögunum tveimur fór ég að bisast við að setja upp nýjasta Java SDK og Tomcat svona til að það væri búið, þeirra er þörf vegna verkefna í skólanum. Greyið hann Maradona minn (ég nefni fartölvuna Maradona en bíllinn og aðrir hlutir fá ekki eiginnafn, þetta er algjör undantekning) er nú að keyra frá einum upp í fjóra vefþjóna eftir þörfum, auk Tomcat eru það Apache (sem er ávallt í gangi), IIS og Domino. Minnisstækkun er í skoðun, kemst mest upp í 512MB sýnist mér.

Skruppum á Austin Powers in Goldmember í kvöld. Fórum síðast í bíó á Star Wars:Attack of the Clones þannig að það var kominn tími á bíóferð. Þó nokkur fyndin atriði í myndinni, eitt sem að olli mér krampakasti, en slatti af minna fyndnu efni. Þokkalegasta skemmtun en kannski heldur dýrt að fara á svona í bíó, meira svona DVD-mynd.

Vondar fréttir úr fótboltanum þessa dagana, nú er Lazio búið að selja sinn besta varnarmann, og það sem verra er, til AC Milan. Sheffield Wednesday hefur nú fengið 2 stig úr fyrstu 5 leikjunum í fyrstu deildinni í Englandi og meistarar Lyon eru í fimmta sæti í Frakklandi þó þeir hafi skorað langflest mörk allra liða.

Vefgáttin mín stendur sig vel, þökk sé græjunum þeirra Bjarna og Egils. Hún fékk þó vægt hikstakast áðan sem að lagaðist við smá refresh. Ég vek athygli á þremur mismunandi villuboðum sem að rss.molar.is sendi frá sér auk einnar síðu sem virkaði fínt.

Áhugavert:

  • Massive Corporation
  • Don’t Link to us!
  • Comments are closed.