Sjónvarpsstólar

Þegar ég kom heim eftir vinnu voru Ragna og Haukur mætt með fínu sjónvarpsstólana, við fáum þá þar sem að þau fjárfestu í ennþá fínni, LazyBoy. Aðtaða til lestrar mun stórbatna við þetta!

Microsoft hafa verið að breyta hugbúnaðarleyfum hjá sér. Í gær kom út Service Pack 3 fyrir Windows 2000 og þar má finna í smáa letrinu að þú samþykkir að Microsoft fái nú reglulega sent:

  • kerfisnúmer og raðnúmer Windows
  • kerfisnúmer Internet Explorer
  • kerfisnúmer ANNARA forrita
  • kerfisnúmer ýmissa tækja í tölvunni (skjákort, hljóðkort og svo framvegis)
  • Þær Windows 2000 tölvur sem ég er með puttana í munu ekki setja upp þennan þjónustupakka, glætan að ég fari að senda Microsoft kennitölu og skónúmer. Að auki eru Microsoft að breyta leyfismálum, þú kaupir aldrei neitt forrit frá þeim heldur leyfi til þess að nota það, þú átt aldrei forritið. Frétt hjá Zdnet um leyfismálin sjálf, en þar er Microsoft nú að taka alla í görnina.

    Ég held að ég haldi áfram að skoða hversu mikið maður getur fært yfir á Linux og þvíumlíkt hér í vinnunni.

    Fótboltaheimurinn er í mikilli krísu þar sem að félög borguðu leikmönnum svimandi upphæðir í laun og eru nú mörg hver gjaldþrota eða nærri því, mér sýnist að þetta útspil Microsoft geti haft svipuð áhrif á almenn fyrirtæki og stofnanir um heim allan ef að leyfin hækka um 33% til 130%, Oracle er nýbúnir að hækka sín leyfi enn meira.

    Fyrir þá sem að ofbýður þetta rugl og þola ekki hvað Microsoft Office er oft pirrandi í aðgerðum sínum, bendi ég á þennan Office-pakka sem að er ókeypis og mjög skemmtilegur og nothæfur.

    Áhugavert:

  • MP3-flokkurinn
  • The Shadow President
  • Comments are closed.