Birtudagur

Fyrirsögnin er svona bara tilraun til að vera í stíl við þær síðustu.

Valur leit við í dag og nú skartar stofan ekki lengur rússneskri ljósaperu heldur eru komnir þrír kastarar og veggljós að auki. Loftnetið var jafnframt fært til þannig að mun minna ber á draugum í útsendingum hinna ýmissu sjónvarpsstöðva, sem ég horfi reyndar ekkert á (hvað þá að ég hlusti á útvarp en þar vinna þeir sem féllu á sjónvarpsprófinu, nokkuð sem að leikskólabörn geta vart gert). Heimilið væri talsvert rússneskara ef ekki væri fyrir Val.

Heimilisverkin með tónleika Underworld ómandi um íbúðina er hins vegar tær snilld.

FIFA 2002 World Cup er aftur á móti algert eitur, heimska markmannanna stundum viðlíka og ýmissa sparkspekinga. Einhverjar stillingar verð ég að skoða enda gengur það ekki að fá á sig mörk vegna markmanns sem er kominn að hornfána þegar að einföld sending kemur fyrir markið.

Varð nú að taka þetta blessaða forritunarmálspróf (ég er nú í forritunarfræðum…) og þar kom í ljós að ég er frekar daufur en öflugur, “You are C. You’re reliable, and strong. But kinda dull. But that’s ok, right? “. Þeir sem mig þekkja vita auðvitað að dauflegur er ekki lýsingarorð sem á við mig, þó að mörg megi um mig finna.

Comments are closed.