Í gær fékk ég uppfærslu á vinnuvélina: Pentium 4 1,7 GHz, AOpen móðurborð og GeForce4 (vegna móðurborðsins aðallega). Þetta um það bil fjórfaldaði hraðann, nema hvað að grey hörðu diskarnir eru í eldri kantinum, það kemur að þeim seinna.
Í gærkveldi héldum við smá kökuboð vegna afmælis Sigurrósar. Gestir voru Ragna og Haukur, sólbrún enda komu bara fyrr um daginn eftir 3 vikur í Portúgal, pabbi sem er nú að verða nettengdur, mamma, Teddi og Kári og svo amma sem að kom í heimsókn í fyrsta sinn í Betraból.
Kvöldmaturinn í gær var pizza frá Pizza Napólí, höfðum lítinn tíma til eldamennsku. Pizzan var svipuð og þær sem við fengum í Frakklandi, ekki ítölsk þó nafnið og auglýsingar bendi til annars.
Í dag gerði ég fátt, fiktaði aðeins í vinnuvélinni og svo vélum hérna heima, eitthvað ósætti í gangi á milli véla sem vilja ekki tala saman.