The Sweetest Thing og Big Fat Liar

Það þarf ekki mikið til að gleðja mann í vinnunni, 41GB diskur bættist við herlegheitin og vélin nú orðin að toppvél.

Horfði í kvöld á The Sweetest Thing með stórleikkonunni Cameron Diaz. Fínasta sæt rómantísk fíflagangsgamanmynd. Sæðisbrandari og typpabrandari á sínum stað, enda var myndin stranglega bönnuð börnum í Bandaríkjunum, engin blóðug morð og ýjað að kynferðismálum er mun verra en blóðug morð og skírlífi.

Seinni mynd kvöldsins var Big Fat Liar með Frankie “Malcolm” Muniz í aðalhlutverki. Þokkalegasta dægradvöl, amerísk krakkamynd þar sem vondi kallinn fær á baukinn hvað eftir annað og allt endar vel.

Comments are closed.