Grár dagur

Rigningardagur. Heilinn fór ekki mikið í gang í dag, vorum vakin nokkrum sinnum í nótt með símhringingum í neyðarsíma Terra Nova-Sólar sem að Sigurrós er með þessa vikuna. Núna er Sigurrós að horfa á Amélie aftur, í þetta sinn er gesturinn Stefa.

Ég held áfram að rífast við netkort sem að kannast ekki við að hafa keyrt á 100 áður heldur lullast núna áfram á 10. Ég er ekki búinn að finna blaðsíðurnar 24 sem gufuðu upp úr bókinni í gær, og geislabrennarinn neitar að skrifa hraðar nú en á 1x hraða.

Hunangsgljáðu bananarnir sem ég keypti áðan eru það bragðlausasta nokkru sinni. Pappír er bragðmeiri!

Rumsfeld benti á að óvinir Bandaríkjanna, svo sem Osama bin Laden, fylgdust vel með öllu sem hugsað væri og talað í
Bandaríkjunum. (Textavarpið 17.07.2002)

Eins og sjá má verða Bandaríkjamenn því að vara sig á því að hugsa ekki á gagnrýninn hátt um stjórnvöld sín, hvað þá að tala!

Brave New World og 1984 saman í einum pakka. Svo ég endurtaki sjálfan mig eru nú að upphefjast nýjar miðaldir þar sem að austrið og vestrið hatast við hvort annað og þegnar beggja teknir aftan frá af geðveikum stjórnarherrum, Ísland meðtalið.

Rugludallarnir í Bandaríkjunum vekja alltaf kátínu hjá mér, nú síðast setningin “Heading up the backline is Kansas City Wizards goalkeeper Tony Meola, who is the all-time U.S. goalkeeping leader in wins (36) and shutouts (31). ” (CNN:SI) Þetta er “too much” eins og Kaninn myndi segja. Goalkeeping leader in wins and shutouts. Auðvitað.

Áhugavert:

  • The watchdog didn’t bark
  • Yahoo! mail filters out Java-related words
  • Comments are closed.