Klikk á klikk ofan

Argasta vesen. Eftir mikla yfirlegu tókst mér að laga fáránlegt vesen dauðans í Notes í vinnunni.

Þegar heim var komið tók ekki betra við, vélarnar sem möluðu saman í gær og voru bestu vinir könnuðust nú ekki við hvor aðra. Netkortið á annari að flippa, sem og geislabrennarinn. Þrír diskar fóru í súginn vegna undarlegheita.

Til að toppa þetta undarlega tölvuvesen vantar svo 24 blaðsíður í smásagnaheftið sem ég var að lesa. Bestu smásögur Alfred Besters eru þar samankomnar, og það vantar aftari helminginn af næstseinustu sögunni og fyrri helminginn af þeirri seinustu. Mér öllum lokið þegar að bækurnar geta ekki einu sinni veitt mér smá skjól þegar að tölvurnar fara að hiksta eins og þær vilja stundum gera.

Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að við höfðum ekki vekjaraklukku í sumarbústaðnum. Sú athöfn að fara aftur að sofa að morgni í stað þess að fara á fætur hefur fengið samheitið að snúsa hjá mér, hvort sem að vekjaraklukka kemur þar nálægt eður ei.

Áhugavert:

  • Swap a file, go to jail?
  • Yahoo! censors portal, kisses Beijing’s ass
  • Big-name accountants target Brazil’s murky soccer books
  • Israel Blocks Palestinian ISP
  • Comments are closed.