Sólardagur

Í dag var sólardagur, og ekki get ég sagt að ég hafi nýtt mér það vel. Stúss á heimilinu og tölvuvesen tók frá mér tíma sem að ég hefði ef til vill sett í hreyfingu utan dyra ef að ég hefði verið aðeins sprækari. Illa farið með sjaldséða sól.

Ungur drengur segir mér að ég sé víst bloggari, þó að ég hafi neitað fyrir það um daginn. Ég þakka tvíeggjað hrósið. Svona skilgreiningar eru alltaf eitur í mínum beinum, en hver og einn hefur sinn rétt til að hafa eigið skilgreiningarkerfi. Það er svo sniðugt við lýðræðið… verst að það er ekki notað meira… ha?

Endalaust efni sem maður sér á hverjum degi sem maður vill tjá sig um, ég ætla hins vegar að gerja þetta með mér lengur. Ætli maður setji ekki lengri greinar á annan vef, passa kannski ekki í dagbókina hjá manni 🙂

Sigurrós klippti mig svo í kvöld, enda verð ég að vera extra sætur á morgun á afmælinu hennar.

Áhugavert:

  • Orbital – Back To Mine
  • Operation TIPS
    – Sannir Bandaríkjamenn njósna
  • The Five Dumbest Things on Wall Street This Week
  • Comments are closed.