Survivor lýkur… í þetta sinn

Fylgdist með lokum einu sápuóperunnar sem ég horfi á, Survivor. Þáttaröðinni lauk í kvöld með úrslitum sem hægt var að una við, illskárri kosturinn sem að fékk aðalverðlaunin. Verst að Kathy sem að ég hefði viljað fá sem sigurvegara var stungin í bakið í lokin og lenti í þriðja sæti. Það er kjarnakona. Fyndið að sjá svo breytinguna á keppendunum, Neleh virðist ekki hafa hætt að éta síðan að hún kom frá Marquesas (og lái henni hver sem vill) og virtist hafa þroskast að auki, plús það auðvitað að hún var stífmeikuð. Allt önnur stelpa sem að sat þarna en var í þáttunum.

Örbylgjuloftnetið reyndar ekki að plumma sig nógu vel, spurning hvort að það þurfi að færa það til á svölunum. Vesen vesen.

Á morgun vonast ég svo til að sjá Suður-Kóreumenn vinna Þjóðverja, og að Tyrkir vinni svo leiðindalið Brasilíu á miðvikudaginn.

Áhugavert:

  • A catalogue of errors
  • Gifts to Korea… and other hosts
  • Colosseum og fótboltavellir nútímans
  • Rannsóknin heldur áfram!
  • Comments are closed.