Vírusgáttin okkar stöðvar talsvert af skeytum á hverjum degi, eitt vakti athygli mína í dag, það var sumsé sýktur póstur sem að ossur@althingi.is var skráður fyrir. Menn verða nú að passa sig á hvað þeir smella, Alþingi vantar greinilega svona vírusgátt.
Þýskaland 1-0 Suður-Kórea
Sæmilegasti leikur og eitthvað af færum, ef að Þjóðverjarnir væru með einhvern annan markmann en Kahn (sem að Star Trek aðdáendur stunda víst að kalla Khhhaaaaaaaaaaan samanber atriði úr einni myndinni) væru þeir fallnir út. Kóreumenn áttu ekki mjög mörg færi en tvö-þrjú voru dauðafæri sem að Kahn bjargaði. Mark Þjóðverjanna kom eftir mistök hjá Suður-Kóreu, markmaðurinn varði reyndar en heppnin var í liði með Þjóðverjum og boltinn endaði í markinu. Þýska liðið er að skapa voða lítið af færum, þeir eru samt komnir í úrslitaleikinn, og væru óverðskuldaðir sigurvegarar ef þeir ynnu. Suður-Kórea stóð sig sæmilega en vantar illilega að hafa alvöru sóknarmann frammi sem að fær vörnina til að skjálfa í skónum. Þeir fá þó að leika bronsleikinn á heimavelli, og svei mér þá ef að þeir ættu ekki bara að vinna þann leik á því.
Ég bind nú vonir við að lögmálið haldi, að Brasilía og Þýskaland muni ekki mætast í leik í HM, eins ótrúlegt og það er þá hefur það ekki gerst enn. Mínir menn í tyrkneska liðinu verða að hefna fyrir fyrsta leik keppninnar, þar sem að dómaradrusla gaf Brasilíu sigurinn á ótrúlegan hátt með því að færa brot til um 3 metra svo að úr yrði vítaspyrna. Tyrkir voru betri en Brasilíumenn í þeim leik, og vonandi verður svo aftur nú.
Áhugavert: