Voðalega er það leiðinlegt þegar að antisportistar sjá ekki lengra en nefi þeirra nær, og eru að auki komnir upp á dómgreind annara varðandi hvaða lið þeir horfa á, Ágúst virðist maður með fulla femm og jafnvel meira til, spurning hvort að maður fari að klippa saman kennslumyndband og halda námskeið í skilningu á knattspyrnu, af hverju hún sé skemmtileg, hvað er skemmtilegt og af hverju tekur heimurinn andköf þegar að HM er í gangi. Það eru haldin námskeið þar sem menn læra að meta rauðvín og einstaka þætti þess (ég hef enn ekki farið en finnst þó rauðvín gott), af hverju ekki þannig fyrir fótbolta?
Skrapp í sund í dag, fyrsta sinn í marga mánuði sem ég geri það. Það voru þau Sigurrós og Örn sem drógu mig í þetta. Fórum í Kópavogslaug, allt í góðu standi þar.
Fór á leik í bikarkeppni utandeildar, þar voru frændur mínir sem og fyrrum skólafélagar í FC Puma að keppa við félaga mína í Iceland United. FC Puma eru sigurvegarar utandeildarinnar síðastliðin tvö ár, Iceland United varð í síðasta sæti að ég held í fyrra. Liðið í ár er hins vegar mun betra, og þegar hefur þremur sigrum verið landað. Puma tók þetta hins vegar örugglega, ég fór þegar að staðan var 5-0 í seinni hálfleik, hann Jommi í Iceland United segir svo að þeir hafi tapað 10-1, og að hann sé hættur. Mér finnst það nú svolítið dramatískt, liðið var fínt í byrjun en missti tvo meidda menn útaf og breiddin á bekknum var voðalega lítil, engin ástæða til þess að gefast upp þrátt fyrir einn skell.
Spánn 0-0 Suður-Kórea
Spánverjar nokkuð sprækir en svakaleg vörn Suður-Kóreu át flest allt. Spánverjar áttu þó góð færi sem þeir fóru misvel með, í þau skipti sem að boltinn fór í markið þá var það dæmt af. Markið sem var dæmt af Helguera virtist vera útaf engu, og markið sem að var svo dæmt af í framlengingu var fullkomlega lögleg, það var bara enn einn hálfblindur línuvörðurinn sem tók það af. Joaquin var suddagóður á kantinum hjá Spáni, en undir lok framlengingar var greinilega af honum dregið. Þess vegna leist mér tæplega á það þegar að hann fór á vítapunktinn, menn sem að eru uppgefnir í lok leiks eiga ekki að taka vítaspyrnur. Enda var hann með slaka spyrnu sem var varinn, suður-kóreski fyrirliðinn kláraði svo dæmið með pottþéttri vítaspyrnu. Mögnuð vörn Suður-Kóreu og dugnaður þeirra ásamt mistökum línuvarðar og dómara slógu því Spánverja út.
Tyrkland 1-0 Senegal
Þeir sem hafa ekki kunnað að meta Tyrki í síðustu leikjum þeirra hljóta að hafa lært að meta þá núna. Áttu leikinn frá A til Ö og óðu í færum. Hakan hin halti Sukur átti að vera kominn með þrennu en virtist vera með heilahristing eða lasinn, gat ekki hitt tuðruna þó að henni væri sparkað til hans. Senegalir virtust sprungnir, og El Hadji Diouf virðist ekki vera mjög mikið fyrir það að gefa boltann, hann nöldrar talsvert og því verður áhugavert að sjá hann í ensku deildinni næsta vetur, hann gæti fengið nokkur gul spjöld fyrir nöldrið þar.