Matarboð hjá mömmu

Mamma og Teddi buðu okkur og Rögnu og Hauki í mat, svona til þess að við þyrftum ekki að elda sjálf í miðri kassahrúgunni okkar. Fórum tvær ferðir á Kambsveginn, og erum enn ekki búin að losa allt okkar dót þar. Kippti með mér tveim bókakössum frá mömmu, og enn fleiri bíða mín þar. Ef að gólfið hérna væri ekki steinsteypt yrði ég hræddur um að við myndum pompa niður með allar bækurnar okkar niður á næstu hæð, hillurnar hafa allar svignað undan þunganum.

Geggjað veður í gær og seinnipart dagsins í dag, á svona dögum er þetta besta land í heimi. Úrslit kosninganna í gær voru svo líka mjög fín, fínt að fá F-listann inn, og gott að rassskella Björn Bjarnason. XD í Kópavogi á þó enn taug í mér, þeir stóðu sig vel og er ánægður með það.

Ég vil fara að sjá fólk í framboði, ekki framboðslista.

Comments are closed.