Bara mánudagur

Áhugavert að fara svona nýja leið í vinnuna, maður er kominn mun lengra í burtu frá henni, þannig að þetta tekur aðeins meiri tíma en áður.

Í dag var það bara vinnan, svo bauð Ragna okkur í kvöldmat (enda við potta- og pönnulaus og án örbylgjuofns) og þar horfðum við á Survivor. Í gærkveldi kom nefnilega í ljós að Skjár 1 næst ekki hér, við sjáum hann með fimmföldum draugi og stórhríð. Við kaup var okkur tjáð að allar sjónvarpsrásir næðust vel, nú þarf því að ganga í að redda þessu. Héldum svo áfram að taka upp úr kössum, og pabbi setti upp ljósið í baðherberginu.

Áhugavert:

  • Blatter bókhaldari
  • Comments are closed.