Við erum flutt!

Til hamingju við! Jóhannes Birgir og Sigurrós Jóna eru nú íbúar að Flókagötu 61. Við fluttum flesta pinkla, pjönkur og húsgögn í dag, aðeins á eftir að ná í minni kassa héðan og þaðan.

Sem mín er von og vísa þá tóku þessar breytingar gildi á simaskra.is í gær, ADSL-tengingin beið hér eftir okkur og nú þarf ég bara að klára að stilla ADSL-routerinn okkar til að njóta háhraðanettengingar.

Þessi fyrsta færsla mín af Flókagötunni er gerð í gegnum eitt lítið módem, líklega í síðasta sinn sem ég nota svoleiðis fornaldartækni á þessu heimili.

Pabbi var að sjálfsögðu aðalmaðurinn í flutningunum, reddaði bíl og bar með mér mest af draslinu, Örn lét sjá sig og tók til hendinni og Kári bróðir kíkti með í síðustu ferðinni og lagði sitt af mörkum.

Það eru þreyttir en ánægðir íbúar sem að munu leggjast til hvílu á nýju heimili nú á eftir.

Comments are closed.