Flutningar hefjast

Unnur andvarpaði víst þegar hún las svar mitt og annara sem að tjáðu sig um skrif hennar. Nú gæti það bara verið ég en er ekki best að mæta róg um eigið hverfi með því að mæra það, frekar en að rægja önnur hverfi? Mér finnst það að minnsta kosti besta aðferðin, og svo er örugglega besta karmað sem að því fylgir. Ég hefði að minnsta kosti ekki sagt orð við því ef hún hefði sagt okkur frá dásemdum 101, í stað þess að segja hvað allt hitt væri dautt.

Ætlum að hefja flutningana í Betraból af alvöru í kvöld, og á morgun fara svo stærstu hlutirnir með sendibílnum. Fór í dag og skilaði breiðbandsmódeminu, ADSL-tengingin er til staðar þannig að nú þarf ég bara að koma tölvunum á sinn stað og tengja mig. Háhraðanettengingin klikkar ekki á mínu heimili, fyrst kom ísskápur, svo ADSL, og við erum ekki einu sinni flutt inn.

Kári bróðir er tvítugur í dag, þá erum við bræðurnir allir komnir af táningsaldri, ég held að ég hafi reyndar elst um þrjú ár við allt þetta fasteignastúss, farinn að líta út eins og hæfir aldri mínum (því miður).

Áhugavert:

  • World Cup Wallchart
  • Comments are closed.