Skrapað og málað

Í dag var fyrsti dagurinn sem að ég sjálfur, prívat og persónulega, tek til hendi í íbúðinni minni. Auk mín voru svo Sigurrós, Guðbjörg systir hennar, Ragna móðir þeirra, Jens faðir minn og Björk móðir mín. Öll nema mamma höfðu tekið til hendi í íbúðinni minni svo um munaði áður. Dagurinn hjá mér og pabba fór í baðherbergið, þar höfðu einhverjir geðveikir einstaklingar málað tvær umferðir af blárri vatnsmálningu yfir mjög fínar brúnar flísar. Við skröpuðum því fram til 3 þegar að við loksins gáfumst upp og slettum málningarleysi á dæmið. Við urðum létt ruglaðir en verkið gekk mun betur. Nú í kvöld höfum við svo verið að skrapa minnstu málningarörður af flísunum, og erum enn ekki búnir. Stúlkurnar máluðu hins vegar öll herbergin, holið og stofuna og byrjuðu á ganginum.

Comments are closed.