Tíkin formúla

Var í skólanum í dag að vinna að kynningunni og sá síðustu 10 sekúndurnar í Formúlunni sem voru nú algjör skandall. 100 metrar í mark og Rubens stígur á bremsurnar og hleypir Michael fram úr sér. Áhorfendur púuðu, Ralf óskaði bróður sínum ekki til hamingju heldur horfði á hann fyrirlitningarsvip og þulirnir áttu ekki orð (sem er yfirleitt af hinu góða).

Michael ýtti líka Rubens á efsta pallinn og leyfði honum að sitja í miðjunni á blaðamannafundinum, en það bara dugir ekki til. Michael er opinber sigurverari keppninnar, í fyrsta sinn að auki sem hann sigrar á þessari braut, og ekki á beint glæsilegan hátt. Þetta var enn verra en þegar Rubens hleypti Michael fram úr sér síðast. Áhorfið á formúluna hefur farið minnkandi nú í ár vegna ógurlegra yfirburða Ferrari, og ég held að þetta útspil liðsstjóra Ferrari muni kosta formúluna fleiri áhorfendur, sem þýðir minni tekjur sem þýðir enn meiri vandræði fyrir minni liðin. Fólk vill sjá keppnir, ekki pólitík.

Annars voru margir að vinna í íbúðinni að Flókagötu í dag, nema hvað að ég rétt leit við til að heilsa upp á liðið, of upptekinn við skólastarfið til að láta svo lítið sem að flikka upp á eigin íbúð sjálfur! Ég fer í þetta eftir þriðjudaginn 🙂

Comments are closed.