Ef ekki væri fyrir nettenginguna í vinnunni og skólanum þá væri ég nú að rífa hár mitt (alla 15-25 millimetrana af því).
Breiðbandstengingin heima hefur verið niðri síðan í nótt og fátt af viti komið frá hítinni (8007000).
Fékk góða þjónustu hjá Elko í dag þegar ég fór þangað með bilaða rakvél, ekki undan neinu þar að kvarta. Í gær var einn sölumaður þar af þremur frekar leiðinlegur við Sigurrós þegar hún fór með vélina, sem betur fer virðast hinir starfsmennirnir átta sig á hlutverki sínu.
Skaust svo með bílinn á tjónaskoðunarstöð VÍS þar sem að framrúðan var metin en greyið fór að klofna í vetur með frostskemmdum. Sprungan núna komin rúmlega hálfa leið niður að húddi.
Sem fyrr er ég í skólanum, núna að undirbúa kynninguna á verkefninu sem fer fram á morgun. Betraból verður að bíða enn um sinn, það hefur hins vegar notið mikillar athygli og umhyggju af hálfu Rögnu, Hauks, Sigurrósar og pabba, þannig að það væsir ekki um það.