Í gærkvöldi héldum við VIT menn okkar fimmta LAN. Ég mætti í það um sjö að kveldi til nývaknaður eftir langþráðan svefn. Sigurrós vakti mig með gjöf, eitt stykki lítil dúkka í líki Powerpuff-stúlkunnar Bubbles, sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá okkur.
Í dag fóru Sigurrós og Ragna svo í jarðarför Odds frænda hennar. Því miður komst ég ekki með þar sem að ég er enn að ná mér eftir verkefnið og þarf að auki að leggja meiri vinnu í það. Við erum að fara að verja það á mánudagsmorgun og því þarf ég í dag að setja inn góð og mikil gögn og undirbúa annað í sambandi við vörnina.
Odd hitti ég aðeins nokkrum sinnum en hann var bókstaflega hvers manns hugljúfi, það var mjög leiðinlegt að geta ekki kvatt hann ásamt hinum 600.