Þarfagreining

Fór upp úr 10 í morgun í skólann og fyrir utan tvö matarhlé hef ég haldið mig þar ásamt verkefnisfélögum mínum. Klukkan er nú 23.30. Þarfagreiningarskýrslan er eiginlega komin, og hönnunarskýrslan er á góðri leið. Leggjum að sjálfsögðu mikla áherslu á að klára alla hönnun áður en við svo mikið sem forritum einn einasta stafkrók. Ef það er eitthvað sem að veldur því að verkefni lenda í vandræðum er það ónóg hönnun. Morgundagurinn verður svipaður, mætt klukkan tíu og haldið áfram fram eftir kvöldi. Þar sem við erum að vinna með verðum við að nýta kvöldin sem mest á meðan að skólakrakkarnir nýta sér aðeins dagana. Um mánaðamótin förum við hins vegar öll nema eitt í frí í vinnunni og getum þá verið allan daginn einnig. Þangað til þá er miskunnarlaus keyrsla.

Comments are closed.