Mér sýnist sem að orðið hlutlaus sé nú orðið óæskilegt, þess í stað tala allir um hlutlægni, embættismannafnykur af því orði, stofnanamál er ljótt og á að banna.
Vefþjóðviljinn er misgáfulegur greyið, þessi pistill þeirra bendir til þess að þeir vilji að forsetinn haldi sig við hefðir, ekki lögin. Sjá færslu mína í fyrradag.
Stefán Pálsson rifjar upp sára æskuminningu, tap okkar fyrir Versló í fjórðungsúrslitum Gettu Betur 1995. Þess má geta að þrjú svör sem voru rétt voru ekki tekin gild í hraðaspurningunum, dómarinn tilkynnti sí svona að nú væri ný regla í sjónvarpinu sem var ekki í útvarpinu (þar sem við höfðum náð bestu stigatölu allra liða í hraðaspurningum, MR náðu okkur ekki þar), ef að pass kæmi á sama tíma eða á undan svari þá gilti passið. Þrjár spurningar sem ég svaraði sekúndubroti eftir að Bjarni passaði á þær. Ég skrifa þetta á dómarann að láta okkur ekki vita af þessum breyttu reglum áður. Við jöfnuðum svo á lokaspurningunni en náðum ekki aukaspurningunni (sem á þessum tíma var bara ein). Þetta var virkilega sár stund, við vorum með betra lið, en höfðum ekki æft bjölluspurningarnar, við biðum alltaf eins og prúðir drengir eftir því að spyrillinn kláraði áður en við ýttum á bjölluna. Spyrillinn var annars Ómar Ragnarsson sem að tókst að ofbjóða velsæmiskennd okkar í búningsherbergjum áður en keppnin hófst, mjög ósmekklegur brandari um barn sem hafði skaðbrennst í heitum potti stuttu áður. Síðan þetta var hef ég aðeins horft á 3-4 þætti af Gettu Betur. Þetta nísti mitt saklausa hjarta lengi vel. Eftir á að hyggja þá hefðum við líklega tapað úrslitunum á móti MR en öll önnur lið áttum við að taka, við hefðum hins vegar ekki tapað eins illa og Versló enda okkar lið þriggja manna. Haukur Eggertsson var Versló-liðið, enda Kópavogsbúi.
Þá er að halda áfram í þessu lokaverkefni, við erum búin að hola okkur niður í skólanum, erum þar með aðstöðu.