Afsakið, snjór

Ég vil biðjast innilega afsökunar á því að hafa skipt yfir á sumardekk núna um daginn. Að sjálfsögðu sá Vetur konungur að svona kæruleysi þýddi ekkert og hefur nú undanfarna daga látið snjóa af og til, það var greinilega upphitun fyrir kvöldið í kvöld þar sem nú er bara vaðandi blindbylur.

Þessi snjókoma skrifast því á mig.

Comments are closed.