Lesa lesa lesa!

MFC-lestur í fullum gangi, tók mér frí eftir hádegi til að reyna að komast í gegnum allt lesefnið aftur, og taka glósur í þetta sinn. Verð líklega eitthvað framyfir miðnætti, og svo aftur í fyrramálið. Þetta verður strembið, maður er svo háður F1 þegar maður er að vinna í svona mörgum og mismunandi forritunarmálum á hverjum degi. Þetta rennur allt saman.

Ég bíð spenntur eftir deginum sem að menn finna út eitthvað sniðugra til að meta námið hjá manni en að setja mann í óeðlilegar kringumstæður (við tómt skrifborð með penna og blað) og treysta á það að maður muni akkúrat það sem spurt er um.

Langaði aðeins að tjá mig um fótboltann. Það er mér mikið gleðiefni að AC Milan og Inter Milano voru slegin út í dag í undanúrslitum UEFA-bikarsins. Mínir menn í Lazio eru búnir að vera vonlausir í ár, en það er huggun harmi gegn að hin ítölsku liðin eru ekki mikið betri. Engin ítölsk lið komust í fjórðungsúrslitin í Meistaradeildinni. Spánn og Þýskaland er málið!

David Beckham átti ekki mikið upp á pallborðið hjá mér fyrir nokkrum árum síðan, en eftir að hafa lesið talsvert um hann þá held ég að hann sé bara fínasti náungi. Ekki sá skarpasti, en virðist vera voðalega duglegur, hreinn og beinn drengur og góður fjölskyldufaðir. Því finnst mér það voðalega leiðinlegt að þessi aðalstjarna enska liðsins sé nú frá vegna beinbrots, það verður ekkert skemmtilegt að sjá grey Tjallana tekna aftan frá á HM ef að hann jafnar sig ekki í tíma. Með hann innanborðs gætu þeir komist upp úr riðlinum (en ekki mikið lengra).

Áhugavert:

  • Vöðvar án hreyfingar! (jæja.. ég ætla nú ekki að sitja og bíða eftir þessu.. hreyfing er á dagskrá… bráðlega)
  • Týnda borgin
  • Comments are closed.