Tannlæknirinn í Þingholtsstræti sagði mér að þetta væri nú bara tognun sem er að há mér í kjálkanum. Mælti með tveim æfingum, opna og loka munninum með tungubroddinn í efri gómi (svo ég opni ekki of mikið), og söngla mmmmm (þá slaknar svo vel í kjálkanum). Þannig að ef ég er einhvers staðar sönglandi mmmmm þá er það ekki af trúarástæðum, og ef ég er að opna og loka munninum ótt og títt án þess að ég sé að tala, þá er það ekki kækur.
Aðrir sem að verða varir við það að það smelli í kjálkanum ættu að reyna þessar æfingar og reyna að slaka á í kjálkunum, passa upp á stellinguna þegar setið er, þegar hausinn lútir fram (“þú ert bara kominn inn í skjáinn!”) þá reynir kjálkinn að hjálpa hálsvöðvunum og stífnar upp.
Áhugavert: