Vinkonan og langa nóttin

Gleymdi í gær að nefna það að ég fór í ónæmispróf vegna áreynsluastmans, skemmst frá því að segja að ég er ekki með 11 algengustu ofnæmin á Íslandi, og fékk púst sem ég mun prufa við næstu íþróttaiðkun. Ætti að slá á astmann vonum við læknirinn.

Fór fyrir hádegi í skólann í dag og sat þar með Arnari við forritun fram til kvöldmats (Konni lét sjá sig um miðbikið eftir að hann vaknaði).

Í kvöld tók ég því svo rólega fram til 22 þegar að ég fór fyrir alvöru að forrita aftur, núna er klukkan orðin þrjú að nóttu og ég er ánægður með árangur síðustu 4-5 tíma, fyrir utan prentstuðning þá erum við komnir með grunnkröfur og nokkrar aukakröfur, og höfum tvo daga til þess að klára.

Ég vil þakka Edith Piaf vinkonu minni kærlega fyrir samverustundina þessa löngu nótt, án hennar hefði ég líklega verið löngu búinn að gefast upp á þessum frumskógi sem MFC er. Það er gott að eiga góða að, hvað þá svona snillinga.

Áhugavert:

  • Same sex marriage, with a twist
  • Svona lista hef ég stundum ætlað að gera
  • The end of the $73 million witch hunt
  • Comments are closed.