Penge

Skaust í morgun til að redda greiðslunni, tókst ekki að millifæra í gær við undirritun þar sem að eyða þurfti bókinni til að hægt væri að tæma hana. Hefði átt að vera búinn að því en bara áttaði mig ekki á því. Elín Mjöll í Búnaðarbankanum Kópavogi reddaði mér glæsilega og fær miklar þakkir fyrir, svo var haldið í Híbýli þar sem að greiðslan var framkvæmd og ég tók við samningnum. Mikil gleði, verst að við Sigurrós getum lítið haldið uppá þetta í bráð þar sem hún er eiginlega orðin veik, og ég verð hræðilega upptekinn í verkefninu í skólanum þangað til eftir helgi. Við höldum bara upp á þetta um páskana!

Ef ég væri fjármálalega sinnaður gæti ég í dag montað mig af því að hafa haft veltu upp á rúmar 3 milljónir (1.5 af reikningi A yfir á reikning B og þaðan á reikning C), hins vegar eru fjármálaspekingar og allar þessar tölur sem slengt er fram til þess að láta hluti líta öðruvísi út en annars, ekki hátt skrifað hjá mér.

Áhugavert:

  • Réttindi “cyborga”
  • Ethical Capitalism
  • Comments are closed.