Ég elska RSS

Og RSS elskar mig. RSS er annars XML staðall fyrir skrár sem að fjölmiðlar nota til að birta yfirlit frétta hjá sér. Ég er búinn að vera að gæla við það í einhvern tíma að skoða það nákvæmlega og búa til mína eigin vefgátt, þar sem ég raða saman því sem ég vil hafa. Um helgina gerði ég Íslenska Sheff Wed vefinn færan um að skila RSS frá sér, og það virkaði fínt. Í gær smíðaði ég svo fyrstu útgáfu vefgáttarinnar minnar, og hún er að virka fínt. Bjarni fær prik í flotta pípuhattinn fyrir RSS þjónustu sína.

Hverju ert þú að bíða eftir? Smíðaðu þér þína eigin vefgátt! Kóðanum geturðu stolið frá minni og breytt eftir hentugleika.

Comments are closed.