Aldrei of seint að byrja

Eftir að hafa verið netverji fyrir alvöru síðan 1995, og fyrir þann tíma áhugamaður um netið, þá er það fyrst núna að ég fylgi straumnum og kem mér upp svona dagbók eins og hefur víst riðið hér öllum húsum um allan heim undanfarið ár eða eitthvað svoleiðis.

En í dag er sumsé 26. afmælisdagurinn minn, og ég ætla nú að byrja að punkta niður eitthvað úr mínu lífi, aðallega til þess að geta flett því upp seinna, þá get ég bent konunni á færsluna mína og sagt “sko! ég sagði þér að við hefðum gert þetta á laugardeginum”. Hérna ætla ég líka að punkta niður eitthvað af þeim aurum sem maður setur í bíó og aðrar ónauðsynjar, of latur til að halda alvöru bókhald.

Kvöldið fer annars í fámennt afmæliskaffi þar sem nánustu fjölskyldu eingöngu er boðið (svo maður fái nú meira af kökunum hennar tengdó).

Comments are closed.