Vélbúnaðardagur

Fór í dag í Hugver og sótti þangað aðalvefþjóninn minn sem hafði verið í skoðun hjá þeim sökum gruns um gallað móðurborð. Ekkert kom í ljós því miður þannig að ég ætla að leyfa vélinni að keyra aðeins til prufu og sjá hvort vandamálið kemur upp aftur.

Í leiðinni verslaði ég svo 300W aflgjafa í vélina heima, ekki ýkja hljóðlátur svo sem (fæstir eru það) en mun betri en traktorinn sem var í til bráðabirgða.

Núna er ég svo að reyna að koma vefþjóninum á lappir um leið og ég er að reyna að finna út af hverju harður diskur sem Kári á vill ekki hlaðast upp.

Sem betur fer fór Sigurrós í sumarbústaðaferð um helgina þannig að ég get fiktað í tölvum út um allan bæ án þess að vera að vanrækja hana 🙂

Comments are closed.