HM 2002 og Blatter

Það fór eins og ég óttaðist þegar ég heyrði fyrst af því hversu mikið Kirch Group vildi fá fyrir sjónvarpsréttinn hér á landi, að RÚV hefur ekki efni á því að borga þá svínslega upphæð. Núna þegar þeir hafa gert það opinbert að þeir sjá sér það ekki fært að kaupa réttinn virðist allt vera að springa réttilega í háaloft.

Maðurinn sem er ábyrgur fyrir sölunni til Kirch (sem að eru að blóðsjúga allar þjóðir með fáránlegum kröfum sínum) heitir Sepp Blatter, og hann hefur tilkynnt það að hann ætli að stefna á að vera endurkjörinn forseti FIFA. Ég er svo hneykslaður á embættisverkum þessarar skrifstofublókar að mér langar einna mest til að fara sjálfur í framboð á móti, enda lítur út fyrir að enginn leggi í þessa mannleysu.

Áhugavert lesefni:

  • Norskt lagakerfi lætur undan þrýstingi Hollywood
  • Comments are closed.