Fyrsti skóladagurinn

Mætti í kvöld í fyrsta tímann minn á þessari önn, í hinu geysifróðlega fagi Gluggaforritun 1 sem að byggist á MFC-forritun (hér fá allir gæsahúð og grænar bólur sem þekkja til, enda einstaklega ljótt dæmi). Eftir smá rannsóknarvinnu kom svo í ljós að ég þarf einnig að taka Stýrikerfi 1, þar sem að skólinn hefur breytt námsáætlun frá því að ég var þar, þannig að námskeiðið Tölvur og stýrikerfi er orðið eiginlega úrelt. Þetta þýðir aukakostnað upp á rúmar 12.000 krónur fyrir 2 bækur sem ég þarf í því fagi. Hrafn deildarstjóri var mjög liðlegur og potaði mér inn í það fag.

Comments are closed.