Tölvukaup

Skrapp í dag að kaupa 30GB (reyndar 28GB þar sem að framleiðendur harðra diska telja bara 1000 MB í einu GB, í stað 1024 MB í einu GB, svona til þess að láta þá líta stærri út) disk í fartölvuna. 5GB diskurinn of lítill til að bæta þeim forritum við sem ég þyrfti vegna skólans eftir áramótin.

Í leiðinni aðstoðaði ég Sigrúnu í að kaupa sér fartölvu, fyrir valinu varð 1GHz MiNote7521-T frá Mitac, með DVD-drifi sem að ég varð svolítið skotinn í þegar ég var að snyrta til á vélinni hennar áður en hún tæki hana í notkun. Að auki kíkti ég til Daða bróður til að skoða gömlu tölvuna sem hann keypti á 5 þúsund kall, risakassi en skjákortið ekki upp á marga fiska. Það lítur út fyrir einn eina tölvuhelgina hjá mér.

Áhugavert lesefni:

  • Foreign World Cup Volunteers Inspired by Soccer
  • Comments are closed.